![]()
MIKIÐ ÚRVAL ÚR YFIR 30 EFNISFLOKKUM Á BOKIN.IS
24302. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Með inngangsorðum eftir Guðlaug Rosinkranz.
24303. Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar 1592, 1595 og 1608 með fylgiskjölum.
24304. Blá fiðrildi. Ljóð eftir Leonard Cohen. Þýðandi Guðmundur Sæmundsson.
Úrval ljóða. Ljóðin eru:- Úr Let Us Compare Mythologies: Ég heyri fótatak ; Spörvarnir ; Bronslitað nafn mitt ; Það skiptir mig engu ; Umferðarslys. - Úr The Spice-Box of Earth: Þögnin að gjöf ; Hvað er flugdreki? ; Elskendurnir sönnu ; Heilabrot ; Gættu þín ; Gyðingur ; Við tvö. - Úr Flowers for Hitler: Hitler - hin vitiborna moldvarpa ; Hvað er ég að gera hér? ; Í jakkafötum með hatt ; Læknir með krabba ; Loks hringdi ég ; Þúsund ára ríkið ; Mistök í einkalífinu ; Verkefnið ; Blóm ; Viktoría drottning og ég ; Hlutskipti ; Gamlárskvöld ; Heimurinn. - Úr Parasites of Heaven: Það snjóar ; Blátt fiðrildi ; Súsanna klæðist kápu úr leðri ; Hjónabandsins þula ; Hann var svo fallegur ; Ég er prestur Guðs ; Bæn til þín, ókunni Guð.
Ljóð ort eftir 1966: Þetta er handa þér ; Þú þarft ekki ; Ég hitti þig ; Hún syngur svo vel ; Til þess yrki ég ; Kjötætur og annað fólk ; Að lokum ; Frédérique litla og Marita
24305. Minningar úr menntaskóla og meira en það. Eymundur Magnússon segir frá. Ólafur Grímur Björnsson skráði.
Eymundur var bóndasonur úr Strandasýslu. Hann fæddist 1913 og lést 2009. Hann var einn þeirra ungu kommúnista sem fóru til Moskvu á fjórða áratug síðustu aldar til að nema fræði og upplifa fyrirmyndarríkið, Sovétríkin.
24306. Kinesiske Essays. I dansk oversættelse med indledning og forklaringer ved Else Glahn.
24307. Kvæðabók Jóns Helgasonar prófessors.
24308. Vísur og kvæði. Eftir Eirík Einarsson frá Hæli.
24309. Neró keisari. Arthur Weigall tók saman og samdi. Þýtt hefir Magnús Magnússon.
24310. Atli. Eftir Björn Halldórsson. Með formála eftir Þorstein Þorsteinsson sýslumann.
Ljósprentað eftir frumútgáfunni. Hrappsey 1780.
Atli edr Raadagiørdir Yngismañs um Bwnad sinn, helst um Jardar- og Qvikfiaar-Rækt Atferd og Agooda med Andsvari gamals Bónda. Samanskrifad fyri Faatækis Frumbylinga, einkanlega þaa sem reisa Bw aa Eydi-Jørdum Anno 1777.
24311. Grös. Ljóð og stökur eftir Gretar Fells.
24312. Úr þagnarhyl. Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur. Þorleifur Hauksson skráði.
Vilborg Dagbjartsdóttir er listfengt ljóðskáld, barnabókahöfundur, þýðandi, Rauðsokka, kommúnisti og herstöðvaandstæðingur og feikivinsæll barnakennari. Hún segir frá heimahögunum á Vestdalseyri, dvöl hjá vandalausum á Norðfirði, frá náms- og mótunarárum í Reykjavík, Edinborg og Kaupmannahöfn og lífsbaráttu sinni og lífsförunautarins, Þorgeirs Þorgeirsonar. Hrífandi bók sem er í senn ævilýsing og aldarspegill.
(Bókatíðindi)
24313. The Importance of being Ernest. By Play Oscar Wilde. With an Introduction by Sir John Gielgud.
24314. Loftnet klóra himin. (klór klór) Ljóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttir.
24315.
24316. Jurtahandbókin. 259 innijurtir. Hollráð og heilsuvernd. Pálmar og burknar. Blóm og blaðplöntur. Kaktusar. Laukar og einærar jurtir. Ííslensk þýðing Óskar Ingimarsson. Bókin nefnist á ensku: - The all-colour dictionary of houseplant care.
24317. Vorið kemur. Barnabók. Frumsamið og þýtt. Margrét Jónsdóttir.
24318. Höndin mín og höndin þín. Eftir Jóhönnu S. Sigurðsson.
Hér opnar Jóhanna S. Sigurðsson hinn heillandi heim lofalesturs fyrir lesendum sínum. Og ekki bara einhverja spádóma um langlífi og barnamergð.
24319. Tréskurður og mannamyndir. Myndlist Ríkarðs Jónssonnar. Ritstjórn Benedikt Gröndal og Gunnar Steindórsson.
24320. Nordisk malerkunst. Det moderne maleriets gjennombrudd. Forfattere: Preben Wilmann, Anne Lindström, Björn Th. Björnsson, Leif Østby, Carlo Derkert.
Hér er meðal annara fjallað um verk eftir Ásgrím Jónssonar, Jón Stefánsson, Guðmund Thorsteinsson og Jóhannes Kjarval.
24321. Íslenzk myndlist. 20 listmálarar - Art in Iceland. 20 artists.
Formáli útgefanda á íslensku og ensku -Íslenzkir listmálarar eftir Emil Thoroddsen. - Icelandic painters by Emil Thoroddsen. Translated by Aðalbjörg Johnson - Myndlist 20. aldar eftir Gunnlaug Scheving. - Myndir og stutt æviágrip íslenskra listamanna.
24322. Ragnar í Smára. Ingólfur Margeirsson skráði.
Hér segja af kynnum sínum og fjalla um Ragnar í Smára Gylfi Gíslason, Halldór Laxness, Guðmundur Daníelsson, Kristján Karlsson, Thor Vilhjálmsson, Matthías Jóhannessen, Árni Kristjánsson, Jón Þórarinsson, Sigrún Eiríksdóttir, Kristján Davíðsson, Sigurjón Ólafsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimarsson, Jóhann Pétursson, Björn Th. Björnsson.
24323. Jóhannes Sveinsson Kjarval. Bókin er að megninu til myndir. Halldór Kiljan Laxness ritar inngang. Grein Halldórs Kiljan Laxness er einnig birt í enskri þýðingu eftir Alan E. Boucher.
24324. Ásgrímur Jónsson. Formálar á íslensku og ensku eftir Gunnlaug Ó. Scheving og Bjarna Guðmundsson.
24325. Áratog. Þættir úr atvinnusögu Breiðfirðinga. Eftir Bergsvein Skúlason. Bjarni Jónsson gerði teiknimyndirnar í bókinni.
Hér er fjallað um: Skip og skipasmiðir. - Landbúnaður: Akuryrkja ; Garðrækt ; Túnrækt ; Heyannir ; Búfé. - Hlunnindi: Æðarvarp ; Fuglatekja ; Margt er smátt. - Sjósókn: Fiskveiðar á heimamiðum ; Á fjarlægum miðum ; Fiskaferðir ; Hákarlaveiðar ; Þilskipaútgerð. - Fiskimið.
24326. Útskæfur. Þættir úr Breiðafirði. Bergsveinn Skúlason tók saman.
Þættirnir eru: - Öllu gamni fylgir nokkur alvara: Leikir og leikföng barna í eyjum ; Eggjatínsla ; Sögukorn úr þokunni ; Þegar ég var hræddur við örninn ; Dauði Stautu ; Helliseyjar vass, vass ; Naust og vör ; Mör ; Eldsneyti ; Með Baldri suður yfir Breiðafjörð ; Vetrarferð með viðaukum ; Úr sumarferðalagi ; Oft eru kröggur í vetrarferðum ; Gönguför á Bjarnarhafnarfjall ; Veiðiför. - Eyjasund: Búmennska ; Stykkishólmur - Brjánslækur ; Inn um eyjar ; Höskuldsey ; Múlasveit. - Utan markanna: Um Krýsuvík og Þingvelli ; Skroppið í Skorradal.
24327. Breiðfirzkar sagnir. (Samtíningur). Týnt hefur saman Bergsveinn Skúlason.
24328. Sjóferðasögur. Eftir Sveinbjörn Egilson.
24329. Æfisaga Bjarna Pálssonar. Með formála eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara. Sigurður L. Pálsson samdi skýringar og sá um útgáfuna.
Hér er önnur útgáfa æfisögu Bjarna Pálssonar sem var fyrsti Landphysikus á Islandi. En sú fyrsta kom út 1800 á Leirárgörðum.
Gott eintak í fínu bandi. Bókmerki Þórleifs Bjarnasonar prýðir eintakið.
MIKIÐ ÚRVAL BÓKA Á BOKIN.IS
BOKIN.IS
FORNBÓKABÚÐIN ÞÍN Á NETINU.
BOKIN.IS