![]()
ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGENDUR CANON EOS MYNDAVÉLA.
Á þessum námskeiðum, sem eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna, er farið í eftirfarandi atriði:
CANON EOS MYNDAVÉLIN:
Farið er ítarlega í allar helstu stillingar á stafrænu myndavélinni, m.a. ljósop, hraða, White balance, ISO, ljósmæling, pixlar, jpg/raw og margt fleira. Einnig er farið í Menu stillingar og þær útskýrðar. Kennt hvernig á að stiila vélina til að fá sem mest út úr henni. - Nemendur fá blöð með upplýsingum um myndavélina og ýmsar stillingar.
LINSUR / FILTERAR:
Tekin eru fyrir helstu atriði varðandi linsur og filtera.
MYNDATÖKUR & MYNDBYGGING:
Fjallað um myndbyggingu og gefin góð ráð til að ná enn betri myndum við ýmsar aðstæður. T.d. landslag, Norðurljós, nærmyndatökur, portrett og margt fleira. Sýndar margar útfærslur af myndatökum.
MYNDASALA OG MYNDABANKAR:
Bent á nokkrar leiðir til að selja myndir, bæði beint til kaupenda og einnig í gegnum myndabanka.
VERKLEGAR ÆFINGAR:
Nemendur æfa sig og fá tilsögn í að taka portrett myndir á staðnum.
RAW VINNSLA:
Raw vinnslan útskýrð og sýndar aðferðir við að vinna RAW myndir í Lightroom.
Mánudagur 8. feb. kl. 18 - 22
Miðvikudagur 10. feb. kl. 18 - 22
Fimmtudagur 11. feb. kl. 18 - 22
Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá Ljosmyndari.is.
Styrkur getur numið allt að 75%, en hafa ber í huga að það er misjafnt eftir stéttarfélögum.
Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12. efri hæð
Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson s: 898 3911
VERÐ 18.900 KR.
http://www.ljosmyndari.is/3ja-daga-namskei%C3%B0/3/11/sobi2details/itemid-12