GRÍÐARLEGT ÚRVAL BÓKA Á BOKIN.IS
Bækur innskráðar síðustu daga. Rúmlega 11 500 bækur til sölu á bokin.is
5. Mars 2015.
24988. Haukur í hættu. Saga eftir Eric Leyland og T.E. Scott-Chard. Skúli Jensson íslenzkaði.
24989. Hundurinn minn. Leiðarvísir um meðferð hunda eftir Mark Watson. Þýðing Halldór Þorsteinsson. Teikningar Barbara Árnason.
Á frummáli: My dog. Advice on the care of dogs and puppies.
24990. Bókmenntablaðið. Í minningu feðranna. Gefið út af Sögusviði Menntaskólans við Tjörnina. Ritnefnd Þorgeir Rúnar Kjartansson, Einar Kárason, Björgvin Rúnar Leifsson og Stefán Jón Hafstein. Ljóð og leikrit, smásögur og mannlífslísingar eftir nemendur MT.
Hér eru höfundar m.a. Hallgrímur Thorsteinsson, Sigurðr Kr. Kristjánsson, Kristín Björnsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Einar Kárason og Jón Þorsteinn Gunnarsson.
24991. Íslenskar sögur og sagnir. Þorsteinn Erlíngsson hefur safnað.
24992. Óskastundin. Ævintýraleikur í fjórum sýningum. Eftir Kristínu Sigfúsdóttir.
24993. Fróðárundur í Eyrbyggju. Eftir Kjartan G. Ottósson.
Í Morgunblaðinu 17.desember 1983 segir frá útkomu bókarinnar: Í frétt frá útgefendum segir, að Fróðárundur í Eyrbyggju sé endurskoðuð BA-ritgerð sem höfundur lagði fram til prófs vorið 1979 og samdi undir umsjón Óskars heitins Halldórssonar dósents. Er hér fjallað um eitt forvitnilegasta rannsóknarefni íslenskra fornrita og það rakið og skilgreint ítarlega og á skemmtilegan hátt. Bókin skiptist í fimmtán kafla auk formála, athugasemda og heimildarskrár, svo og efnisútdráttar á ensku er Haukur Böðvarsson hefur þýtt.
24994. Menn og minjar I – IX. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar.
1. bindi: Úr blöðum Jóns Borgfirðings: Æviágrip Jóns Borgfirðings til 1860 -- Kaflar úr dagbókum Jóns Borgfirðings 1860-1861 -- Forn ei blöðin brennir Borgfirðingur Jón -- Bréf frá Jóni Sigurðssyni til Jóns Borgfirðings.
2. bindi: Daði fróði: Úr ritum Daða fróða -- Úr Hungurvöku : um Sæmund prest Hólm -- Úr Andvöku : æfiágrip Jóns sýslumanns Espólíns ens fróða -- Æfisaga Jóns prófasts Konráðssonar -- Úr annálum -- Úr Tordenskjölds rímum -- Kvæði og vísur -- Tvö kvæði um Daða Níelsson.
3. bindi: Grímseyjarlýsing eftir síra Jón Norðmann
4. bindi: Allrahanda eftir síra Jón Norðmann
5. bindi: Níels skáldi
6. bindi: Einar Andrésson í Bólu
7. bindi: Söguþáttur úr Fnjóskadal: Úr Fnjóskdæla sögu Sigurðar Bjarnasonar -- Réttarrannsókn -- Bréfagerðir um málið -- Sögn um afdrif Sigríðar á Illugastöðum
8. bindi: Frá Eyfirðingum: Bernskuminningar úr Eyjafirði -- Frá Móðuharðindunum -- Gamalt ástarbréf úr Eyjafirði -- Brúðkaup í Laufási 1834 -- Bréfakaflar frá Ólafi Davíðssyni til Kristins Daníelssonar -- Málsháttavísur Sigfúsar á Laugalandi
9. bindi. Bernskuminningar Kristins á Núpi: Garðsárdalur -- Hátíðir og tyllidagar -- Skemmtanir
24995. Tvennir tímar. Skáldsaga eftir Knut Hamsun. Hannes Sigfússon þýddi.
24996. Famous Peope and their Illnesses.
Hér segir af veikindum Henry VIII, Dean Swift, Alexander Pope, Joshua Reynolds, Jean Paul Marat, Robert Burns, Wolfgang Mozart, Edgar Allan Poe, Charles Darwin og Horatio Nelson.
24997. Fiskar og fiskveiðar við Ísland og í Norðaustur-Atlantshafi. Texti Bent J. Muus. Teikningar Preben Dahlstrøm. Jón Jónsson þýddi og staðfærði.
24998. Jarðfræði eptir Þorvald Thoroddsen kennara við Latínuskólan.
24999. Avísun um ad tilbúa Salt af Þángi. Af C. S. Münster.
Eintakið er gott svo langt sem það nær, en síðustu tvö blöðin eru ljósrit. Fallegt band. Allt um það þá er þetta fágætt kver.
25000. Snorri Sturluson. Nokkurar hugleiðingar á 700. ártíð hans. Sigurður Nordal hugsar um Snorra.
Sérprent úr Skírni 1941.
25001. fjórum línum. Vísna og ljóðasafn. Auðun Bragi Sveinsson safnaði og valdi. 830 lausavísur eftir 212 höfunda.
25002. Eyskarið. Søgur og yrkingar. Af Jákup í Jógvansstovu.
Jákup í Jógvansstovu er føddur í Leirvík 1/8-1913. Aftan á loknan barnaskúla var hann í fýra ár til skips, hevur síðan arbeitt sum smiður og røkt eitt 2-marka festi, sum hann festi í 1947 og læt soninum í 1982.
So av og á hevur Jákup latið jólablaðnum »Hugnalig jól« tilfar, og í 1979 kom frá hansara hond bókin »Eyskarið« við søgum, frásøgnum og yrkingum.
Úr: Árni Dahl: Bókmentasøga I-III.
25003. Íslenzk ljóð 1944 – 1953. Eftir 43 höfunda. Gils Guðmundsson, Guðmundur Gíslason Hagalín og Þórarinn Guðnason völdu
25004. Ljósálfar. Ljóð eftir Sigurjón Jónsson.
25005.
25006. Árnasafn. Eftir Jónas Kristjánsson.
25007. Blábrá og fleiri sögur. Smásögur eftir Kristmann Guðmundsson.
Hér eru sögurnar: - Blábrá ; Gott skáld Fröding ; Vinur minn róninn ; Eins og þú sáir ; Stúlkan horfna ; Saga um hamingju ; Ho ho ; Framhjá gamla bænum ; Sérvitringar ; Maðurinn með hjólbörurnar ; Austurbæjarundrin.
25008. Tjaldað til einnar nætur. Sögur eftir Björn Ól. Pálsson.
Gott eintak. Áritað til Guðmundar Frímanns, auk þess prýðir bókmerki hans prýðir bókina.
25009. A Short Histroy of the Future. Based on the Most Reliable Authorities with Maps, etc. By R. C. Churchill.
25010. Step by step 1936-1939. By The Rt. Hon. Winston S. Churchill. O.M., C.H., M.P.
25011. Laks og Orret. Fiskeri og kultur. Haandbok for fiskere, joedbrukere og skogsfolk. Af Knut Dahl.
Hentug handbók fyrir bændur við Þjórsá.
25012. Við uppspretturnar. Greinasafn eftir Einar Ól. Sveinsson.
Greinarnar eru: - Um íslenzkt þjóðerni ; Íslands þúsund ár ; Dróttkvæða þáttur ; Kyrrstaða og þróun í fornum mannlýsingum ; Klýtæmestra og Hallgerður ; Hvernig á að lesa fornsögurnar? ; Ari fróði ; Snorri Sturluson ; Tveir þættir ; Lestrarkunnátta Íslendinga í fornöld ; Fagrar heyrði ég raddirnar ; Um rímur fyrir 1600 og fleira ; Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri ; Undan og ofan af um íslenzkar bókmenntir síðari alda ; Sveinbjörn Egilsson ; Um kveðskap Jónasar Hallgrímssonar ; Jónas Hallgrímsson og Heinrich Heine ; Á aldaártíð Jónasar Hallgrímssonar ; Prinsinn og grafarinn ; Goethe tvöhundruð ára ; Rasmus Rask og Jóhannes von Háksen ; H.C. Andersen.
25013. Rannsóknaferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara. Steindór Steindórsson frá Hlöðum bjó til prentunar.
Á Vísindavefnum má fræðast nánar um Stefán skólameistara Stefánsson .
25014. Furður og feluleikir. Limrur og ljóð í sama dúr. Eftir Jónas Árnason.
25015. Síðustu þýdd ljóð. Magnús Ásgeirsson þýddi. Guðmundur Böðvarsson bjó til prentunar og ritar formála.
25016. Early Auden. By Edward Mendelson.
Hér er fjallað um W. H. Auden, líf hans og ljóð.
25017. Rústirnar í Stöng. Leiðarvísir með 12 myndum. With a summary in English.
25018. Veruleiki draumanna. Endurminningar. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur segir frá.
Ingibjörg er öllu bókmenntafólki að góðu kunn fyrir ljóð sín og rómaðar þýðingar úr rússnesku og spænsku. Í Veruleika draumanna segir hún frá uppvexti sínum á Íslandi, mótunarárum á umbrotatímum í tveimur heimsálfum, samferðafólki og sögulegum atburðum, og síðast en ekki síst má hér lesa sköpunarsögu skálds frá fyrstu yrkingum til útgefinnar bókar.
(Bókatíðindi)
25019. Kvæði flutt að Hrafnseyri 17. Júní 1944. Eftir Böðvar Bjarnason.
25020. In Nacht und Eis. Die norwegische Polarexpedition 1893-1896. Von Fridtjof Nansen. Mit einem Beitrag von Sverdrup. 207 Abbildungen, 8 Chromotafeln und 4 Karten.
25021. Steintré. Smásögur eftir Gyrði Elíasson.
24 nýjar sögur eftir Gyrði Elíasson. Gyrðir dregur fram stórar sögur í fáum línum, skapar andrúmsloft sem er svo nákomið lesandanum að hann skynjar hvert blæbrigði, lit og ilm. Og um leið opnar hann sýn inn í heima þar sem fjallað er um stórar spurningar um líf og dauða, um hamingju mannanna, vonir þeirra og drauma. Þess vegna er hver ný bók Gyrðis viðburður, lesturinn dýrmæt reynsla.
25022. Minn hlátur er sorg. Ævisaga Ástu Sigurðardóttur. Friðrika Benónýs skráði.
Hún var skapheit og ástríðufull listakona sem bjó yfir miklum hæfileikum, en ljós og skuggar tókust á um líf hennar og sál. Hún var dáð og fyrirlitin, elskuð og fordæmd. Hennar biðu um síðir bitur forlög. Í þessari einstæðu ævisögu er lífsþorsta, brestur og óblíðri ævi Ástu Sigurðardóttur lýst af næmri samkennd og innsæi.
(Káputexti)
25023. Ást í myrkri. Skáldsag eftir Ingibjörgu Jónsdóttir.
Ást í myrkri er saga úr skuggalífi Reykjavíkurborgar. Lesandinn er leiddur bak við tjöldin og þar er brugðið upp myndum, sem fæstir sjá, en margir hvísla um sín á milli.
Höfundur bókarinnar, ingibjörg Jónsdóttir, er ung kona, ættuð úr Reykjavík. Lýsingar hennar eru hispurslausar og berorðar.
(Káputexti)
25024. Ort á öxi. Ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson.
25025. Undirheimur. Skáldsaga eftir Ingimar Erlend Sigurðsson.
25026. Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu. Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttir.
25027.
25028. Sæludalir og sorgarfjöll. Ljóð eftir Þorgeir Kjartansson.
25029. Sólaris - Pólaris. Ljóð eftir Þorgeir Kjartansson.
25030. Bláa tungl. Ljóð eftir Ólöfu M. Þorsteinsdóttir.
25031. Dagbók kameljónsins. Skáldsaga eftir Birgittu Jónsdóttir.
Dagbók kameljónsins er kviksjá orða, mynda og veruleika. Til að losna undan álögum kameljónsins verður Argitt að leggja á sig för um tragikómíska speglasali minninga sinna. Með vægðarlausum heiðarleika tekst henni að endurheimta sjálfa sig.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, er gott skáld.
25032. Spor mín og vængir. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
Bók þessi hefur að geyma úrval ljóða Bjarna Bernharðs. Flest voru þau ort á 8. og 9. áratug síðustu aldar en einnig eru að finna áður óbirt ljóð.
25033. Hljóð nóta. Ljóð eftir Steinar Vilhjálm.
25034. I Saw Poland suffer by A Polish Doctor who held an official position in Warsaw under German occupation. Translated and arranged by Aocuin. With additional chapters on Polan to-day by Alcuin.
25035. Hvorledes undgaar man Kønssygdom?
25036. Ræða Krustsjovs um Stalin. Stefán Pjetursson íslenzkaði. Með formála: - "Kommúnisminn, afturhald nútímans" - eftir Áka Jakobsson.
25037. Hávamál. Edited by David A.H. Evans.
25038. Limrur eftir Þorstein Valdimarsson. Kjartan Guðjónsson teiknaði myndirnar.
25039. Takk, mamma mín. Eftir Þorsteinn J.
Mamma drakk fyrsta rakspírann minn. Mér finnst einsog sú vonda reynsla, sem var trúlega verri fyrir hana en mig, hafi verið einn af þessum atburðum sem spillti svo mörgu í lífinu okkar. Þessi minningabók er full af óljósum minningum og brotum sem ég hef fundið til, og raða upp, svo ég tali nú ekki um uppskriftina að kókoskökunni góðu.
Takk, mamma mín er minningabók um Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, eftir son hennar, Þorstein J. Hún lést úr lungnakrabbameini 1997.
Ótrúlega falleg bók.
25040. Lög Ekknasjóðs Reykjavíkur. Fyrstu lög sjóðsins. Ekknasjóður Reykjavíkur var stofnaður árið 1890.
25041. Draugasaga. Orðhvatir synir. Á titilblaði stendur 50 eintök og svo er reitur fyrir númer eintaksins. Ekkert skrifað þar.
25042. Þingamnnavísur (Palladómar). Eftir Fizionomion. Hver er þessi höfundur?
25043. Fánasöngvar Y.-D. í K.F.U.M. Útgefnir í minningu 5 ára fullveldis Íslands 1. Desember 1923.
Kristilegir ungir menn syngja til fánans. Fallegt.
25044. Ölfusárbrú 100 ára. 100 ára vígsluafmæli bráur á Ölfusá. Dagskrá afmælisvikunnar 1. – 8. September 1991.
25045.
25046. Nokkur sagnaminni í Færeyinga sögu. Eftir Ólafur Halldórsson.
Sérprentun úr Einarsbók 1969.
25047. Framsóknarflokkurinn. Störf hans og stefna.
Rit í fullu gildi enn í dag.
25048. Heilagar arkir, færðar Jóhönnu Ólafsdóttur sextugri, 13. janúar 2009. Kollegar og vinir mæra afmælisbarnið. Umsjón Gísli Sigurðsson, Hersteinn Brynjúlfsson, Kristján Eiríksson og Sigurgeir Steingrímsson.
25049. Eyfellskar sagnir. Skráð hefur Þórður Tómasson frá Vallnatúni.
Þórður Tómasson safnvörður í Skógum, er fæddur þann 28. apríl 1921. Ekki ætti að þurfa að kynna hann fyrir áhugafólki um íslenska menningu. Eftir hann liggur fjöldi bóka um íslenskt þjóðlíf á fyrri tímum. Þórður hefur um áratugaskeið safnað hvers kyns minjum um horfna menningu og starfshætti, auk þess sem hann hefur byggt upp eitt merkasta byggðasafn landsins í Skógum undir Eyjafjöllum.
25050. Skóhljóð aldanna. Fáfnisgeta, Ögmundargeta, Vígindi. Höfundar Fáfnir Hrafnsson, Ögmundur Sívertsen og Vígi Linnet. Myndskreyting Árný og Anna Kristín Sigurðardætur.
25051. Fimmta árstíðin. Ljóð eftir Toshiki Toma.
Í þessari næmu ljóðabók yrkir Toshiki Toma um Ísland, Íslendinga, náttúruna, Guð og lífið á óvenjulegri íslensku. Loksins kveður innflytjandi sér ljóðs - Fimmta árstíðin er falleg bók sem snertir á tveimur menningarheimum, jarðlífinu og hinu guðlega.
(Bókatíðindi)
25052. Ljóð á Lúthersári. Ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson.
25053. Bráðum kemur betri tíð ... Úrval úr ljóðum Halldórs Laxness. Kristján Karlsson valdi kvæðin. Ragnheiður Jónsdóttir gerði myndir. Afmæliskveðja 23. apríl 1982.
25054. Hörður Ágústsson. Endurreisnarmaður íslenskra sjónmennta. Ritstjóri Pétur H. Ármannsson. Þýðing Alda Sigmundsdóttir.
Árið 2005 var sýning á höfundarverki Harðar Ágústssonar á Kjarvalsstöðum. Þessi bók hefur að geyma greinar um Hörð Ágústsson eftir Eirík Þorláksson, Hildi Hákonardóttur, Pétur H. Ármannsson og Guðmund Odd Magnússon. Ýmsar greinar sem Hörður lét frá sér á löngum ferli eru hér endurbirtar, svo sem greinar um Byggingarlist frá 1955. Ítarleg skrá um helstu æviatriði og verk Harðar eru einnig í bókinni. Myndir af verkum og frá ferli Harðar eru bæði í lit og svart hvítu.
25055.
25056. Frankenstein, eða hinn nýi Prómóþeus. Skáldsaga eftir Mary Shelley. Böðvar Guðmundsson íslenskaði. Tréristur eftir Lynd Ward.
25057. Páll Jónsson frá Örnólfsdal. Steindór Steindórsson frá Hlöðum tók saman.
Páll Jónsson fæddist í Lundum í Stafholtstungum 20. júní 1909, sonur Ingigerðar Kristjánsdóttur og Jóns Gunnarssonar, sem þar voru í húsmennsku. Jón faðir hans var löngum á faraldsfæti og Ingigerður móðir hans var í húsmennsku á mörgum bæjum í Borgarfirði.
Á 17. ári flutti Páll til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Hann starfaði lengi sem bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur en var einnig einn af forvígismönnum Ferðafélags Íslands, landskunnur bókasafnari og ljósmyndari.
Ljósmyndasafn Páls telur á að giska 20.000 ljósmyndafilmur, teknar víðs vegar um landið. Hann og vinur hans Þorsteinn Jósefsson höfðu margvíslega samvinnu við ljósmyndun og varð myndagerðin Páli talsverð tekjulind þegar fram í sótti. Fjölmargar myndir Páls birtust í Árbók Ferðafélags Íslands, en einnig í tímaritum og blöðum. Páll hafði glöggt auga fyrir myndefni og var ósínkur á tíma til að bíða eftir rétta augnablikinu.
Páll starfaði að bókaútgáfu með Örlygi Hálfdanarsyni bókaútgefanda og lagði gjörfa hönd á margar af glæsilegum bókum sem forlag hans gaf út á 7. og 8. áratug 20. aldar. Páll gaf loks Örlygi myndasafn sitt en Örlygur gaf síðan safnið til Héraðsskjalasafns Skagfirðinga árið 2005.
25058. Hvar eru strætisvagnarnir? Ljóð eftir Jón Óskar.
25059. Sjö skáld í mynd. Ljóð og höfundar: Frá upphafi / Gunnar Dal. - Þögn / Jóhann Hjálmarsson. - Á leiðinni / Steinunn Sigurðardóttir. - Tanka / Vilborg Dagbjartsdóttir. - Á strönd orðsins ; Hvað mér viðvíkur ; Dulargerfi / Jón úr Vör. - Landið klæðir sig / Matthías Johannessen. - Laufum heglir á strætin / Snorri Hjartarson. Teikningar Ólafur M. Jóhannesson.
25060. Draugasögur. Þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar. Úrval. Óskar Halldórsson sá um útgáfuna.
25061. Úranos. Ljóð eftir Steinar Vilhjálm Jóhannsson.
25062.
25063. Um vináttuna. Eftir Marcus Tullius Cicero. Íslensk þýðing eftir Margréti Oddsdóttur. Með inngangi eftir Svavar Hrafn Svavarsson. Ritstjóri Þorsteinn Hilmarsson.
25064. Manngerðir. Eftir Þeófrastos. Íslensk þýðing eftir Gottskálk Þór Jensson sem einnig ritar inngang. Eftirmáli eftir Þorstein Gylfason, Þorstein Hilmarsson.
25065. "Þér veitist innsýn..." Endurskoðað af Sri. Ramatherio.
Á frummáli: Unto thee I grant.
25066. Taó. Hin ómeðvitaða þekking. Íslensk þýðing Leifur Sörensen. Tilvitnanir í Bókina um veginn eru í þýðingu Jakobs J. Smára og Yngva Jóhannessonar.
25067. Alt er gott þá endirinn er góður. Þýtt hefir R.M. Jónsson. Sérpr. úr Vesturlandi. Prentað aftan við er Kímni. Nokkrar skopsögur.
25068. Mánadúfur. Ljóð eftir Einar Ólafsson.
25069. The illustrated Kama Sutra. Ananga-Ranga - Perfumed garden. The classical Eastern love texts. Richard Burton and F.F. Arbuthnot translations. Edited and introduced by Charles Fowkes.
Góð gjöf fyrir ástfangið fólk.
25070. Tímarákir. Ljóð & myndir eftir Bjarna Bernharð.
Bækurnar Tímarákir og Tímaþræðir koma út samtímis og hafa að geyma úrval ljóða úr fyrri bókum höfundar auk nokkurra áður óbirtra ljóða. Bækurnar eru myndskreyttar með olíu- og akrylmálverkum höfundar, 11 myndir í hvorri bók, en jafnhliða skáldskapnum á Bjarni Bernharður að baki tæpa fjóra áratugi sem málari. Hér er látið á það reyna hvort myndverk og ljóð höfundar eigi samleið.
25071. Tímaþræðir. Ljóð & myndir eftir Bjarna Bernharð.
Bækurnar Tímarákir og Tímaþræðir koma út samtímis og hafa að geyma úrval ljóða úr fyrri bókum höfundar auk nokkurra áður óbirtra ljóða. Bækurnar eru myndskreyttar með olíu- og akrylmálverkum höfundar, 11 myndir í hvorri bók, en jafnhliða skáldskapnum á Bjarni Bernharður að baki tæpa fjóra áratugi sem málari. Hér er látið á það reyna hvort myndverk og ljóð höfundar eigi samleið.
25072. Blóm. The Shadowline - klæðnaður fyrir miðnætti. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
25073. Veðraföll. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
25074. Heimsósómaljóð. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
25075. Það skrjáfar í nýjum degi. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
25076. Brjálaða plánetan. Ljóð eftir Bjarna Bernharð.
25077. Nóttin og alveran. Smásögur eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Myndir Einar Hákonarson.
Safn ellefu stórsnjallra smásagna sem fjalla um einsemd mannsins. Lánið er hverfult, tímaskynið svikult og ástinni varasamt að treysta. Oftar en ekki kemur lífið á óvart og það gerir höfundurinn einnig.
25078. Hjarta þitt er stjarna sem skín í heila mínum. Ljóð eftir Gunnar Ranversson og Lukas Moodysson. Íslensk þýðing ljóða Lukasar eftir Gunnar Randversson.
25079. Kysstu kysstu steininn - Küsse küss den Stein. Texti eftir - Text von Egill Ólafsson. Þýðing - Übersetzung Claudia J Koestler. Yfirlestur á þýskum texta - Lektorat des deutschen Textes Jórunn Sigurðardóttir.
Kysstu steininn er fyrsta ljóðabók Egils Ólafssonar, söngvara, leikara og Stuðmanns.
25080. Hvítasta skyrtan mín. Ljóð eftir Gunnar Randversson.
25081. Sjáðu, sjáðu mig, það er eina leiðin til að elska mig. Sorgarljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttir.
25082. Augað í steininum. Ljóð eftir Þóru Ingimarsdóttir.
Fyrsta og hingað til eina bók Þóru Ingimarsdóttur.
Í þessari fyrstu bók Þórunnar er að finna úrval ljóða sem hún hefur ort í gegnum tíðina. Tregablandinn tónn einkennir ljóð hennar og oftar en ekki er fjallað um angist manneskjunnar gagnvart víðsjálum heimi þar sem helsta athvarfið er náttúran sem á undir högg að sækja.
25083. Skúm. Ljóð eftir Önnu Leósdóttur.
Fyrsta og eina bók Önnu Leósdóttur.
25084. Ljóðaleikir. Ljóð eftir Björgu Elínu Finnsdóttur.
25085. Helgimyndir í nálarauga. Ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson.
25086. Skáldagjöf 2011. Gjöf 63 skálda til nýrra félaga í SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson.
25087. Ljúfu ljós. Vísur og ljóð eftir Mundu Pálín Enoksdóttir.
25088. The periodical literature of Iceland. Down to the year 1874. An historical sketch. By Halldór Hermannsson.
25089. Is og Skanda. Um orðið IS í Ísland. Eftir Kolbein Þorleifsson.
25090. Niðjatal Guðrúnar Þórðardóttur og Sigurðar Jóhannessonar frá Sýruparti. Ásmundur Ólafsson tók saman.
Gefið út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Guðrúnar Þórðardóttur.
25091. Vaxandi nánd - orðhviður. Örsögur eftir Guðmundur Óskarsson.
Fyrsta bók þessa efnispilts.
Orð bera ekki tilfinningar í sjálfum sér, þær eru lesandans. Þess vegna þurfa orðin að mynda setningar sem eru hópar af þefvísum hundum. Hundarnir fara um og finna tilfinningar í lesandanum, tilfinningar sem skýra söguna og dýpka lesturinn. En þegar textinn gengur fullkomlega upp víkja orðin fyrir lítilli tillögu um stóran heim, veruleika sem lesandinn gengur inn í og upplifir – það er Vaxandi nánd. Við lestur bókarinnar eru þefvísir hundar óþarfir, nema til að hafa upp á þeim sem fara of langt og týnast.
25092. Sögurnar hennar mömmu. Sögur og ævintýri fyrir börn. Hannes J. Magnússon samdi. Myndir teiknaði Tryggvi Magnússon.
25093. Leiðin að viskubrunni hjartans. Kjarninn í búddískri innsæisíhugun ásamt æfingum. Sérstakur kafli um ævi Búdda. Höfundar Joseph Goldstein og Jack Kornfield. Pétur Gissurarson þýddi.
25094. Raddir við gluggann. Ljóð eftir Gunnar Dal.
25095. Nálægð / Nearness. Annars vegar fólk / Different people. Eftir Birgi Andrésson.
25096. Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir. Ásamt sjálfsævisögu höfundar. Guðmundur Jónsson Hoffell. Marteinn Skaftfells gaf út.
25097. Herra Ibrahim og blóm Kóransins. Skáldsaga eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Guðrún Vilmundardóttir þýddi.
Móses var ekki nema 11 ára gamall þegar hann braut sparibaukinn sinn og heimsótti gleðikonurnar. Um líkt leyti kynntist hann hr. Ibrahim, gamla kaupmanninum sem rak arababúð mitt í gyðingahverfinu og sat rólegur á stólnum sínum þótt drengurinn hnuplaði frá honum niðursuðudósum. Daginn sem Brigitte Bardot gekk inn í búðina stóð hr. Ibrahim hins vegar aldrei þessu vant á fætur. Þennan dag urðu þeir Móses líka vinir. Fyrsta bókin í þríleik eftir Eric-Emmanuel Schmitt um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi.
25098. Óskar og bleikklædda konan. Skáldsaga eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Guðrún Vilmundardóttir þýddi.
Óskar litli hefst við á spítala en finnur að hann veldur Düsseldorf lækni vonbrigðum á stofuganginum á morgnana. Læknirinn horfir þá þegjandi á drenginn, eins og hann hafi gert eitthvað af sér. Reyndar horfa allir á hæðinni þannig á Óskar núorðið, allir nema Amma bleika. Og það er einmitt hún sem ráðleggur Óskari að skrifa Guði bréf. Önnur bókin í þríleik eftir Eric-Emmanuel Schmitt um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi.
25099. Augnasinfónía. Myndlist Braga Ásgeirssonar í sextíu ár. Þóroddur Bjarnason tók saman.
Bragi Ásgeirsson er frábær listamaður og afkastamikill. Hér er farið yfir langan og merkan feril hans og byggt á ljósmyndum frá ævi listamannsins en þó einkum fjölmörgum myndum af listaverkum hans. Textinn er ítarlegt viðtal við Braga þar sem hann kemur víða við á langri og merkri ævi. Bókin er gefin út í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.
25100. Konkret i Norden 1907-1960 - Pohjoinen konkretismi 1907-1960 - Norraen konkretlist 1907-1960 - Nordic concrete art 1907-1960. Nordiskt konstcentrum - Pohjoismainen taidekeskus - Nordic Arts Centre.
Texti á ensku, norsku, dönsku, íslensku, sænsku og finnsku.
Meðal efnis: Konkretlist á Íslandi. Eftir Halldór Björn Runólfsson. - Viðtal við Valtý Pétursson listmálara. Bera Nordal ræðir við hann.
25101. SIØ PREDIKANER wt af þeim Siø Ordum DRottens Vors JEsu Christi, er hañ talade sijdarst a Krossenum. Giørdar Af Saal: Mag: Jone Þorkelssyne Vidalin, Sup: Skaalh: Stiftis. (Sællrar Miñingar).
Eintakið er heilt og gott, nema hvað titilsíða er mikið viðgerð(sjá mynd). Seinni tíma skinnband.
25102. Birtingur. Tímarit um bókmenntir, listir og önnur menningarmál.
Allt sem út kom. Góð og hrein eintök. Það er ekki á hverjum degi sem tekst að ná Birtingi saman "Komplett".
25103. Edda-kvæde. Norrøne fornsongar. Paa nynorsk ved Ivar Mortensson-Egnund.
Einstaklega falleg útgáfa Eddu kvæða á Ný-Norsku. Eintakið er óbundið og óskorið.
25104. Íslensk list.
16 íslenskir myndlistamenn.
Vigdís Finnbogadóttir ritar formála.
Alfreð Flóki. Skuggahrafn og vísdómsugla eftir Jóhann Hjálmarsson.
Ásgerður Búadóttir. Úr vefstólnum eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttir.
Leifur Breiðfjörð. Bandamaður ljóssins eftir Aðalstein Ingólfsson.
Magnús Tómasson. Það er bara til list eftir Þortein frá Hamri.
Hringur Jóhannesson. Að svíkjast ekki undan merkjum eftir Þorstein frá Hamri.
Bragi Ásgeirsson. Fjaran og ég urðum vinir eftir Matthías Johannessen.
Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þegar maður var farinn að örvænta, þá kom eitthvað eftir Þorstein frá Hamri.
Jóhannes Jóhannesson, Leikur forms og lita eftir BeruNordal.
Einar Hákonarson. Manneskjan í miðbiki eftir Sigurð A. Magnússon.
Gunnar Örn. Af líkama og sál eftir Aðalstein Ingólfsson.
Baltasar. Hver okkar er hestur á sinn hátt eftir Árna Bergmann.
Einar G. Baldvinsson. Fundinn tónn eftir Jóhann Hjálmarsson.
Jón Gunnar Árnason. Ómurinn, ofsinn og mildin eftir Guðberg Bergsson.
Vilhjálmur Bergsson. Lífrænar víddir eftir Baldur Óskarsson.
Ragnheiður Jónsdóttir. Á mörkum ljóns og krabba eftir Thor Vilhjálmsson.
Eiríkur Smith. Svamlað um Reykjanes eftir Indriða G. Þorsteinsson.
25105. Gyllta byssan. Spennusaga eftir Ian Fleming. Skúli Jensson íslenzkaði.
Á frummáli: The man with the golden gun.
25106. Monsjör Kíkóti. Skáldsaga eftir Graham Greene. Áslaug Ragnars íslenzkaði.
25107. Sagnir af Suðurnesjum og sitthvað fleira sögulegt / Guðmundur A. Finnbogason.
Hér eru þessir þættir: - Úr Njarðvíkum, skyttur og fleira ; Huldukona hefnir sín ; Til sjós hjá Magnúsi Pálssyni á Staðarhóli í Höfnum ; Þegar kútter Hafsteinn fór á hliðina ; Af Andrési Grímssyni í Ólafsvelli, ættingjum hans og fl. ; Óvænt heimsókn ; Endurminningar Einars Einarssonar frá Berjanesi í Landeyjum ; Þáttur af Runólfi Runólfssyni og ættingjum hans ; Frá Klemensi Þórðarsyni í Stapakoti ; Móahjónin, Guðmundur Þórðarson og Steinunn Gunnarsdóttir ; Símon og Þórdís ; Páll í kútnum - þáttur af Páli Sigurðssyni Sívertsen.
25108. Að hetjuhöll. Saga Adolfs Hitlers. Uppruni hans, æska og fyrstu baráttuár. Þorsteinn Thorarensen tók saman.
25109. Wagner og Völsungar. Niflungahringurinn og íslenskar fornbókmenntir. Árni Björnsson tók saman.
Wagner var gott ljóðskáld og samdi allan texta við óperur sínar fjórar sem mynda Niflungahringinn. Lengi hafa menn talið að meginuppsprettu efnisins væri að finna í þýskum miðaldakveðskap þótt ljóst væri að skáldið leitaði líka fanga í heimi Eddu og Völsunga sögu. Með samanburði á textum leiðir höfundur hins vegar í ljós að langstærstur hluti af aðfengnum hugmyndum í Niflungahringnum er sóttur í íslenskar bókmenntir. Einnig segir frá ævi og samtíma Wagners og sögu norrænna fræða í Þýskalandi til að varpa ljósi á tengsl Wagners við íslenskan menningararf.
(Bókatíðindi)
25110. Eggert Stefánsson ritar formála að þessari vönduðu bók um myndlist Gunnlaugs Blöndal. Tómas Guðmundsson fjallar um listamanninn. Og allur þessi fjöldi af fallegum konum sem spruttu af penslum Blöndals. Stórkostleg bók.
25111. Iceland Defense Force 5 may - 5 may 1952.
Fjöldi ljósmynda úr starfi og leik hermanna í herstöðinni í Keflavík. Merk heimild um veröld sem var.
25112. Eylenda. Mannlíf í Flateyjarhreppi á Breiðafirði. Ritstjórn Þorsteinn Jónsson.
Eylenda er heimild um jarðir og búendur í Flateyjarhreppi, ættir þeirra og afkomendur. Hér segir frá hlunnindum í Flateyjarheppi, ættir þeirra og afkomendur. Hér segir frá hlunnindum og sérstæðum atvinnuháttum, örnefnum og þjóðháttum, slysförum og munnmælum. Nálega tvö þúsund myndir af bæjum, fólki og mannfundum, sem hvergi hafa birst, prúða ritið, auk nokkurra korta, gamalla og nýrra. Æviskrár eru prýddar með frásögnum þeirra sem þekktu fólkið og lifðu atburðina, svo sem þeirra Gísla Konráðssonar, Hermanns S. Jónssonar, Sveinbjörns Péturs Guðmundssonar, Bergsveins Skúlasonar og Eysteins Gíslasonar, auk fjölda annarra.
Merkt rit og mikil heimild.
25113. Í landi birtunnar. Myndir Ásgríms Jónssonar úr Skaftafellssýslum - In the land of light. Ásgrímur Jónsson's paintings from Southeast Iceland. Ritstjóri - editor Ólafur Kvaran. Útgáfustjóri - publication manager Júlíana Gottskálksdóttir. Umsjón með íslenskum texta - editor of Icelandic text Halldór J. Jónsson. Þýðing - translation Bernard J. Scudder.
Í bókinni er fjallað um vatnslita- og olíumyndir sem Ásgrímur Jónsson málaði á ferðum sínum um Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur sumurin 1910-12 og 1927.
25114. Tíu þorskastríð 1415-1976 eftir Björn Þorsteinsson.
25115. Bjart er um Breiðafjörð. Frásagnir og minningabrot frá Breiðafirði. Sigurður Sveinbjörnsson frá Bjarneyjum rekur lífshlaup sitt.
25116. Illgresi. Ljóð eftir Örn Arnarson. Önnur útgáfa. Bjarni Aðalbjarnarson ritar um skáldið í eftirmála.
Einstaklega fallegt eintak. Vandað skinnband. Glæsileg bók.
25117. Sjórinn og sævarbúar. Eftir Bjarna Sæmundsson.
25118. Fornaldarsögur Norðurlanda. Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson sáu um útgáfuna.
Þessar eru Fornaldarsögur Norðurlanda. - Völsunga saga. Ragns saga loðbrókar ok sona hans. Þáttr af Ragnas sonum. Norna-Gests þáttr. Hervarar saga ok Heiðreks. Ketils saga hængs. Gríms saga loðinkinna. Örvar-Odds saga. Áns saga bogsveigis. Hrólfs saga kraka ok kappa hans. Sörla þáttr eða Heðins saga ok Högna. Sögubrot af nokkurum fornkonungum í Dana- ok Svíaveldi. Frá Fornljóti ok hans ættmönnum. Hálfs saga ok hálfsrekka. Þorsteins saga Víkingssonar. Friðþjólfs saga ins frækna. Hrómundar saga Gripssonar. Ásmundar saga kappabana. Sturlaugs saga starfsama. Göngu-Hrólfs saga. Bósa saga ok Herrauðs. Gautreks saga. Hrólfs saga Gautrekssonar. Egils saga einhenda ok Ásmundar berserkjabana. Sörla saga sterka. Hjálmþés saga ok Ölvis. Hálfdanar saga Eysteinssonar. Hálfdanar saga Brönufóstra. lluga saga Gríðarfóstra. Yngvars saga víðförla. Þorsteins þáttr bæjarmagns. Helga þáttr Þórissonar. Tóka þáttr Tókasonar. Víg Jörmunreks, Sörla og Hamðis. Krákumál. Viðbót við Heireks gátur. Bjarkarmál in fornu. Hjaðningavíg. Eireks saga víðförla.
25119. Úr bæ í borg. Nokkrar endurminningar Knud Zimsens fyrrverandi borgarstjóra um þróun Reykjavíkur. Lúðvík Kristjánsson færði í letur.
Glæsilegt eintak, bundið í vandað skreytt alskinn.
25120. Íslands Árbækur í sögu-formi. Af Jóni Espolin, sysslumanni í Skagafiardar Sysslu.
Árni Pálsson ritar - Um Espólín og Árbækurnar
Ljóspr. eftir frumútg., Kaupmannahöfn, 1821-1855.
25121. Isländsk-svensk ordbok - Íslenzk-sænsk orðabók. Gunnar Leijström og Jón Magnússon tóku saman.
25122. Einn á ferð og oftast ríðandi. Sigurður Jónsson frá Brú segir af æfi sinni og ferðum.
Sigurður frá Brún er landskunnur ferðamaður. Hann hefur löngum átt margt hesta, unnað þeim og umgengizt sem vini sína, hvort sem þeir voru hrekkjóttir eða hrekklausir, gæfir eða tryggir, geðgóðir eða geðillir. Víða hefur hann ratað, farið lítt troðnar götur, - og oftast ríðandi. Handleggur, Snúður og Snælda hafa verið kærustu förunautar hans, þótt stundum hafi kastazt í kekki með þeim, eins og gjörla segir frá í þessari bók.
25123. Haukur Stefánsson f. 1901 d. 1953. Ritstjóri Haraldur Sigurðsson. Textagerð Haraldur Sigurðsson, Haraldur Ingi Haraldsson. Ensk þýðing Haraldur Bessason.
Útgefandi fjölskylda listamannsins í samvinnu við Listasafnið á Akureyri.
25124. Kynferðislífið. Sex háskólafyrirlestrar eftir J. Fabricius-Möller, dr, med. yfirskurðlækni við Amtsjúkrahúsið í Árósum.
Þýtt hefir Árni Pjetursson, læknir. Þýtt og gefið út með leyfi höfundarins.
25125. Prakkarar. Gamansaga fyrir fók á öllum aldri. Saga eftir Eggert E. Laxdal.
25126. Réttarhöldin. Skáldsaga eftir Franz Kafka. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu úr frummálinu.
25127. Allt fyrir hreinlætið. Skáldsaga Eva Ramm. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
25128. Mamma skilur allt. Sagan hans Hjalta litla. Annar hluti. Saga eftir Stefán Jónsson.
Hjalti litli er nú kominn að Hraunprýði og er þar í skjóli móður sinnar, sem er vinnukona á bænum.
25129. Konan sem lá úti. Frásöguþættir. Guðmundur Böðvarsson tók saman.
Hér eru þættirnir: - Konan sem lá úti ; Gömul grein um gamlan vin ; Ferð fram og til baka ; Allt er fyrirfram ákveðið ; Heiman ég fór ; Inflúensa ; Jón og ég Sigríður og Hinrik.
25130. Spakmæli Yogananda. Meistarinn sagði. Ráðleggingar og heilræði til lærisveina eftir Paramahansa Yogananda. Ingibjörg Thorarensen þýddi.
25131. Tólfta öldin. Þættir um menn og málefni. Þjóðlegur fróðleikur. Formáli eftir Björn Þorsteinsson.
25132. Sagan af Helgu Karlsdóttur. Ævintýri úr íslenzkum þjóðsögum. Skrásett hefir síra Sveinbjörn Guðmundsson. Myndirnar gjörðar 1867 af Lorenz Frölich.
25133. Skaðaveður. Safnað hefur Halldór Pálsson.
Hér eru þrjú bindi af Skaðaveðri. Skaðaveður 1886 - 1890. Skaðaveður 1891 - 1896. Skaðaveður 1897 - 1901. Þetta eru sagnir af miklum veðrum á landi og sjó.
Það vantar hér fyrsta bindið í þennan flokk. Knútsbylinn 1886.
25134. Hestur í lífi þjóðar - Horses in Iceland 1870-1930 - Pferde fotos - Hestefotos. Ljósmyndavinna] Anna Fjóla Gísladóttir, Ívar Gissurarson, Marietta Maissen, Pétur Behrens. Heimildasöfnun og texti Ívar Gissurarson. Björn Th. Björnsson ritar formála.
Texti á íslensku, þýsku, dönsku og ensku.
25135. Rauðir pennar. Safn af sögum, ljóðum og ritgerðum eftir nýjustu innlenda og erlenda höfunda. Ritstjórn hefir annazt Kristinn E. Andrésson.
Allt sem út kom af Rauðum pennum. Hér bundið í tvær bækur. Vandað rautt skinnband.
Þessir skrifuðu í Rauða Penna: - Halldór Kiljan Laxness, Martin Andersen Nexö, Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson, Hjálmar Gullberg, Magnús Ásgeirsson, Guðmundur Daníelsson, Theódór Friðriksson, Gunnar Benediktsson, Björn Franzson, Jón úr Vör, Kristín Geirsdóttir, Gísli Ásmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Olav Ankrust, W.H. Auden, Eiríkur Magnússon, Sten Selander, Alexander Block, Sigurður Haraldz, Kristinn E. Andrésson, Helgi Laxdal, Nordahl Grieg, Þorsteinn Ö. Stephensen, Gunnar M. Magnúss, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Skúli Guðjónsson, Steinn Steinarr, Þórbergur Þórðarson, Örn Arnarson, Bert Brecht, Alexander Fadejeff, Maxim Gorki, Jaroslav Hasek, Sigrid Lindström, Arnold Ljungdal, Artur Lundkvist, Carl Sandburg, Anna Seghers, Ernst Toller, Friedrich Wolf, Guðmundur Frímann, Jón Magnússon, Jón Pálsson frá Hlíð, Oddný Guðmundsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurður Torlacius, Sigurjón Friðjónsson, Þorvaldur Þórarinsson, Dan Anderson, Karin Boye, Bertil Malmberg, George Orwell, Carlos Wupperman, Stefan Zweig, Arnulf Överland, Helge Krog, Jón Þorleifsson, Kagsaluk, Kári Tryggvason, Karl O. Runólfsson, Sigurður Helgason, Stefán Einarsson, Sveinn Bergsveinsson og Þóroddur frá Sandi.
25136. Om Are frode. Av Björn Magnússon Ólsen. Særtryk af Aarbøger for nordisk oldkyndighed og historie.
25137. Over de compositie der Fóstbræðra saga. Door Jacoba Maria Cormelia Kroesen.
Doktorsritgerð frá Rijksuniversiteit te Leiden.
25138. Ljós heimsins. Skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness. Frumútgáfa.
25139. Danmarks ret til Grønland. En Udredning af Grønlands, Islands og Færøernes Stilling til Norge og Danmark før og nu. Af Knud Berlin.
25140. Sókn mín til heimsskautanna. Roald Amundsen segir af ferðum sínum. Jón Eyþórsson þýddi.
25141. Supplement til islandske Ordbøger. Ved Jón Thorkelsson. Tredje Samling.
BOKIN.IS FORNBÓKABÚÐIN ÞÍN Á NETINU.
EFTIR INNSKRÁNINGU GETUR ÞÚ BYRJAÐ AÐ VERLA BÆKUR.
RÚMEGA 11.500 BÆKUR SKRÁÐAR Í GRUNNINN OKKAR.
BÆKURNAR ERU TIL SÖLU OG ÞÚ INNSKRÁIR ÞIG OG PANTAR.
PANTANIR AFGREIDDAR OG PÓSTSENDAR SAMDÆGURS.
BOKIN.IS BOKIN.IS BOKIN.IS
BÓKIN EHF- ANTIKVARIAT
KLAPPARSTIG 25-27
OPIÐ 11-18 VIRKA DAGA
12-17 LAUGARDAG
VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMINN.
MEÐ BÓKAKVEÐJU;
ARI GISLI BRAGASON
↧